2014
Wednesday
February
26

Djúpavogshreppur (Iceland) - A year of the Cittaslow

Djúpivogur

02.05.2013 - Djúpavogshreppur gerist aðili að Cittaslow

Nýlega gerðist Djúpavogshreppur aðili að Cittaslow (Tsjittasló) hreyfingunni.  Sveitarstjóri undirritaði staðfestingu þess efnis á fundi í Kristinestad  í Finnlandi 12. apríl sl.  Undirbúningur vegna umsóknar um aðild  hefur staðið um nokkurt skeið undir forystu Páls J. Líndal og hefur notið styrks frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Djúpavogshreppur er fyrsta og eina sveitarfélagið á Íslandi sem hlotið hefur inngöngu í hreyfinguna.  Markmið Cittaslow sveitarfélaga er að auka lífsgæði íbúa, leggja áherslu á sérstöðu þeirra, efla staðbundna framleiðslu og menningu og veita hraðaáráttu í borgum og bæjum nútímans viðnám.  Fyrirhugað er að kynna Cittaslow frekar á opnum fundi nú með vorinu og í haust verða svokallaðir „Íslenskir dagar –Cittaslow“ haldnir í sveitarfélaginu í samvinnu íbúa, félagasamtaka og atvinnulífs.

Á myndinni hér að neðan má sjá sveitarstjóra veita formlegri staðfestingu á þátttöku í Cittaslow viðtöku úr höndum Pier Giorgio Oliveti framkvæmdastjóra samtakanna.

Með því að smella hér er hægt að lesa meira um Cittaslow.

read more: www.djupivogur.is/adalvefur/?id=31064

09.10.2013 - Cittaslow sunnudagur 2013

Sunnudaginn 29. september var í fyrsta skipti haldinn Cittaslowsunnudagur í Djúpavogshreppi.

Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow.

Markmiðið er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og /eða sögu. Að þessu sinni varlögð áhersla á ber, sveppi og annan jarðargróður. Dagskráin hófst í Löngubúð kl. 14:00 með því að sveitarstjóri kynnti Cittaslow og fyir hvað samtökin standa. Að því loknu var gestum boðið að bragða á afurðum unnum af heimamönnum s.s. sultum, saft, sveppum, líkjörum og síðast en ekki síst hundasúrusúpu. Mikil ánægja var með hvernig til tókst og er undirbúningur þegar hafinn fyrir næsta ár en viðfangsefnið þá verður sauðkindin og allt það sem hún hefur upp á að bjóða.

Myndir má skoða með því að smella hér.

Einnig er hægt að smella hér til að skoða nokkrar uppskriftir sem okkur bárust í tengslum við þennan dag.

read more: www.djupivogur.is/adalvefur/?id=32329

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, fjallaði um fyrirbæriðCittaSlow á ráðstefnunni Auðlindin Austurland.

https://soundcloud.com/j-n-kn-tur-smundsson/gauti-j-hannesson